Færsluflokkur: Bloggar

Hversvegna ekki landsbyggðin ??

Hversvegna eiga þeir sem minnst nota flugvöllinn að kjósa um hvort hann er eða fer ??

Enda þarf ekkert að kjósa um flugvöllinn, út frá öryggissjónarmiðum og aðgengi landsbyggðarinnar að höfuðborg "allra landsmanna" á flugvöllurinn að vera þar sem hann er.


mbl.is Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andrés nálgast

Þetta hefur ekki verið helgi þar sem sofið er út.  Friðmar er að æfa fyrir Andrésarleikana og fór á æfingar báða dagana kl 8:00  Svona snemma voru líka frábærar aðstæður í fjallinu, sólin farin að skína, en frost í snjónum.  Það er kominn spenningur í hann, farið verður inn á Akureyri á miðvikudag, ásamt stórum hópi héðan frá Dallas City norðursins.

Sólin er farin að vinna aðeins á snjónum í garðinum, þykkasti hlutinn er samt ennþá um 60cm. Búinn að dreifa sandi yfir, til að flýta fyrir, annast myndi ég ekki setja niður karföflur fyrr en um mánaðarmótin maí, júníW00t


Tilraun

Hmm, er að stíga fyrstu skrefin í blogginu.Whistling

Sjáum til hvernig fer.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband