2.9.2008 | 12:05
Hversvegna ekki landsbyggðin ??
Hversvegna eiga þeir sem minnst nota flugvöllinn að kjósa um hvort hann er eða fer ??
Enda þarf ekkert að kjósa um flugvöllinn, út frá öryggissjónarmiðum og aðgengi landsbyggðarinnar að höfuðborg "allra landsmanna" á flugvöllurinn að vera þar sem hann er.
Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2008 | 20:28
Andrés nálgast
Þetta hefur ekki verið helgi þar sem sofið er út. Friðmar er að æfa fyrir Andrésarleikana og fór á æfingar báða dagana kl 8:00 Svona snemma voru líka frábærar aðstæður í fjallinu, sólin farin að skína, en frost í snjónum. Það er kominn spenningur í hann, farið verður inn á Akureyri á miðvikudag, ásamt stórum hópi héðan frá Dallas City norðursins.
Sólin er farin að vinna aðeins á snjónum í garðinum, þykkasti hlutinn er samt ennþá um 60cm. Búinn að dreifa sandi yfir, til að flýta fyrir, annast myndi ég ekki setja niður karföflur fyrr en um mánaðarmótin maí, júní
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2008 | 08:56
Stórkostleg frammistaða
Frábært hjá "stráknum" og nýstiginn úr rúminu.
Það er orðið alltof langt síðan leikmaður frá Liverpool er á meðal markahæðstu manna og gefur góðar vonir. Eigum eftir að ná Chelski og enda í 3ja sæti ekki spurning
Og vinna meistaradeildina, auðvitað.
Benítez: Torres er óstöðvandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.2.2008 | 16:23
Húrra, húrra
Loksins er þetta frágengið, nú geta Púllarar einbeitt sér að því að tryggja 4. sætið og auðvitað vinna meistaradeildina
Mascherano er sko sannarlega búinn að sanna sig síðan hann kom og tilhlökkunarefni að hann verði a.m.k. næstu 4 árin.
Mascherano gerði fjögurra ára samning við Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2008 | 18:08
Pasta, basta
Tek því nú rólega í að skrifa, en læt hér fljóta eina fljótlega pastauppskrift:
Setjið vel af vatni í pott, 1 tenging af klar bullion og slettu af ólífuolíu í pott og látið suðuna koma upp.
Pasta (eða spaghetti) eftir smekk sett í pottin og soðið skv. leiðbeiningum. Passið að ofsjóða ekki.
Á meðan vatnið er að sjóða og pastað að malla þá er eftirfarandi svissað á pönnu. Ég set ekki inn ákveðið magn, enda er þetta svona "Hvað er til" réttur.
Sveppir, laukur, paprika skorið niður og skellt á wok-pönnu.
1 pakki skinkukurl eða niðurbrytjaðar pylsur.
Látið malla smá stund og kryddað með 1 tsk af oregano og 1 tsk af ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum.
100-150 g af paprikusmurosti og smá Hunts-pizzusósa sett út í. Látið malla í um 2-3 mín þannig að osturinn renni.
Þá er þetta klárt. Fljótlegt og þægilegt þegar maður nennir ekki að hafa mikið fyrir eldamennskunni.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2008 | 20:50
Tilraun
Hmm, er að stíga fyrstu skrefin í blogginu.
Sjáum til hvernig fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)